Dýrbítur svartur
495 kr
Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf feril sinn í Laxá í Dölum. Ekki síðri í silung en lax og til í öllum mögulegum litum líkt og aðrar marabou flugur.
Lýsing
Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Hefðbundin 6-12
Þráður: Í sama lit og flugan 6/0
Skott: Marabou fjöður og 6-7 strimlar silfur flashabou
Búkur: Rúmur helmingur (aftari) úr silfur chenille tinsel. Rest chenille í sama lit og flugan.
Skegg: Hringvafin hænufjöður í sama lit og flugan