Ný stöng 2020
Sage Trout LL er miðlungs stíf stöng með nokkuð mjúkum toppi. Vinnslan í þessari stöng er gríðarlega skemmtileg, mjúk en kraftmikil í senn. Með Konnetic HD tækninni sem notast er við í þessari stöng nærðu þröngum línubug og nákvæmum köstum. Með Sage Trout LL verða köstin silkimjúk.
Allar Sage stangir eru handsmíðaðar í USA úr fyrsta flokks hráefnum og handbragðið er einstakt. Allar Sage flugustangir eru með lífstíðarábyrgð.