Skilmálar

Skilmálar vefverslunar:
Vefverslun Veiðiportsins og verslun er rekið af Zircon ehf. Kt. 710703-2990, VSK númer: 80036. Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir varnarþingi félagsins, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Að Versla

Viðskiptavinur pantar og greiðir fyrir vöruna með kreditkorti, debetkorti, Síminn Pay, Netgíró, Pei eða millifærslu, um leið og staðfesting á greiðslu hefur borist sendum við vöruna til viðskiptavinar.

Viðskiptavinur fær sendan tölvupóst um stöðu pöntunarinnar og getur fylgst með ferlinu í gegnum aðganginn sinn.

Afhending

Vörur sem eru pantaðar hjá Veiðiportinu eru sendar með Póstinum og ættu að berast til viðskiptavinar á 1-3 virkum dögum eftir pöntun innanlands.

Komi það fyrir að vörur eru uppseldar látum við vita með tölvupósti.

Sendingakostnaður

Vörur eru sendar með Póstinum, Veiðiportið býður upp á ókeypis sendingarkostnað ef verslað er fyrir 10.000.kr eða meira en þá er hægt að velja á milli þess að fá sent á næsta pósthús eða póstbox. Ef verslað er fyrir 15.000.kr eða meira bjóðum við upp á frían sendingarkostnað upp að dyrum.

Greiðslur og öryggi við pantanir-dulkóðun

Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti, Síminn Pay, Netgíró, Pei eða millifærslu.

Öll vinnsla kortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar,  s.s. kortanúmer, sem gefnar eru upp hjá Veiðiportinu eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar, það er gert svo að óviðkomandi aðilar komist yfir þessar upplýsingar. Notast er við greiðslukerfi Borgun.

Verð

Öll verð hjá Veiðiportinu eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugið að verð geta breyst án fyrirvara og öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur eða myndbrengl.

Vörur

Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hinsvegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar takmarkanir.

Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru á netinu gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum ástandi. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Inneignarnótur er ekki hægt að nota á útsölu.

Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðið að lagfæra vöru, ef það er ekki mögulegt er ný vara fengin í staðinn. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Sendingakostnaður er einungis endurgreiddur ef um galla er að ræða.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu-og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Trúnað og persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Veiðiportið leggur áherslu á að varðveita allar upplýsingar á öruggan hátt og ekki áframsenda netföng eða annað sem tengist viðskiptavinum.

Vafrakökur

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.

Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka? Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda meðan á vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði. Setukökur má einnig nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.