Hopper 2.0 vöðluskórnir eru mjög léttir, tilvalið fyrir veiðimanninn sem gengur mikið. Framleiddir úr sterku nylon efni og styrktir með háu gummí kanti. Hægt er að opna skóna vel sem auðveldar að fara í, nylon reima lykkjurnar halda við reimarnar á meðan þú herðir reimarnar. Vel háir skór með neoprene fóðringu til þess að auka þægindi og veita góðan stuðning. Felt sólinn er saumaður í gegn fyrir góða festu.