fbpx

Sjóveiði-núna er tíminn!

Þar sem ég hef ekki komist til veiða á niðurgöngufiski var ákveðið að veiða hryggningarfisk. Við feðgarnir Benjamín Daníel Tómasson, Kuba frændi og Paweł Szałas skruppum aðeins út að prófa nýjan bát og græjur. Settum bátinn niður í Hafnarfjarðarhöfn. Byrjuðum rétt fyrir utan 1.bauju, ekkert að frétta í 2 klst og fórum yfir mikið svæði. Enduðum inn í Hafnarfjarðarhöfninni þar sem var stórþorskur ..2stk 10kg + nokkrir smærri og menn að slíta upp samskonar fiska frá bryggjunni. Höfnin er full af fiski í Hafnarfirði.

Svo var farið í Kollafjörð þar sem tók við mok af golþorski. 20 fiskar yfir 100cm stærsti 18kg og 115 cm. Chrome pilkar 500 -600gr og gamli góði gúmmímaðkurinn í stærð 10/0 var að gera sitt…Hvítur var bestur.

Að setja í einn 15kg og einn 12 kg þorsk á sama tíma á einn slóða eru helvíti mikil átök skal ég segja ykkur og mikið fjör þegar margir fá á í einu.

Sá menn 50m frá landi á slöngubátum, kajökum og allskonar kænum að draga durga upp.

Og þetta er frítt !

Ekkert leyfi, engar bókanir, enginn settur veiðitími, enginn kvóti, ekkert tappagjald um borð í bátnum og þú kemur í hús þegar þú vilt.

Bara veiða og hafa gaman.

Þetta er líklega síðasta frjálsa vígi stangveiðimannsins á Íslandi.

Kíkið á bryggjur landsins eða komið nú gamla bátnum á flot því fiskgengd við strendur Íslands hefur líklega aldrei verið meiri samkvæmt Hafrannsóknarstofnun.

Þú færð allt í sjóveiðina hvort sem það er frá landi eða báti hjá okkur í Veiðiportinu, verið velkominá Grandann! Skoðið úrvalið hér: Sjóveiðivörur

[]
Verified by MonsterInsights